Aðalfundur Krulludeildar (breytt staðsetning)

Fundurinn verður ekki í Skautahöllinni.
Fundurinn verður ekki í Skautahöllinni.


Aðalfundur Krulludeildar Skautafélags Akureyrar verður haldinn miðvikudaginn 15. maí kl. 20.00 í Lions-salnum í Skipagötu 14, 4. hæð. - Athugið breytta staðsetningu.

Krullufólk er hvatt til að mæta á fundinn og rifja upp skemmtilegar sögur eftir liðnar vikur, taka þátt í stefnumótun og umræðum um starf deildarinnar og njóta samveru við skemmtilegt fólk. Athugið að það er óhætt að mæta á fundinn án þess að eiga á hættu að vera kosin(n) í stjórn gegn vilja sínum, en reyndar er alltaf þörf fyrir gott fólk í stjórnarstörf.

Breytingar á stjórn og krullunefnd
Einhverjar breytingar verða á stjórn deildarinnar þar sem Hallgrímur Valsson formaður og Svanfríður Sigurðardóttir ritari gefa ekki kost á sér áfram í þau embætti, en Hallgrímur gefur væntanlega kost á sér áfram til stjórnarsetu. Haraldur Ingólfsson hefur gefið kost á sér í stöðu formanns. Ólafur Freyr Númason, Rúnar Steingrímsson og Davíð Valsson gefa allir kost á sér til stjórnarsetu áfram, Hallgrímur Valsson gefur kost á sér sem varamaður og Gísli Jón Kristinsson hugsanlega einnig sem varamaður í stjórn. Þetta þýðir að okkur vantar tvo nýja stjórnarmeðlimi og er áhugi fyrir því að bæta hlut kvenna í stjórninni - framboð óskast.

Fyrir fundinum liggur einnig að tilnefna þrjá í krullunefnd ÍSÍ, en enginn núverandi nefndarmanna gefur kost á sér áfram. Hallgrímur Valsson og Jón Ingi Sigurðsson hafa þegar gefið kost á sér til setu í nefndina.

Núverandi krullumenn í stjórn SA, þeir Hallgrímur Valsson og Davíð Valsson, gefa ekki kost á sér áfram í stjórn og því er þörf á að tilnefna tvo nýja fulltrúa okkar í þeirra stað. Framboð óskast.

Dagskrá
Dagskrá aðalfundar fer eftir lögum félagsins og er svohljóðandi (leiðrétt frá fyrri frétt):

1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari
2. Stjórn deildarinnar gefur skýrslu um starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári.
3. Stjórn deildarinnar gefur skýrslu um fjárhag deildarinnar og leggur fram      endurskoðaða reikninga.
4. Kosning stjórnar.  Formaður skal kosinn sérstaklega en  á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund skal hún skipta með sér öðrum verkum sem eru auk formanns: varaformaður, ritari, gjaldkeri, meðstjórnandi og tveir varamenn.
Kosning skal vera til eins árs í senn og skal hún vera skrifleg sé þess óskað.
5. kosning fulltrúa krulludeildar í stjórn SA
6. Lagabreytinar        
7. Önnur mál er fram kunna að koma
Á aðalfundinum ræður meirihluti atkvæða úrslitum allra mála.