Æfingabúðir ÍSS í Reykjavík - umsóknarfrestur að renna út!

Enn er tími til að skrá sig í skautabúðir ÍSS sem haldnar verða í Reykjavík í júní - umsóknarfrestur rennur út 1. apríl!!!. Helga Margrét, yfirþjálfari, mælir eindregið með því að allir sem sjái sér fært að fara í búðirnar drífi sig. Sérstaklega þar sem í búðnum verður að hennar mati mjög fær þjálfari sem heitir Olga Baranova. Auk þess að lengja skautatímabilið eins og hægt er til að vera samkeppnishæf við önnur félög. Sjá í lesa meira.

Sumarbúðir ÍSS 2009
Skráning í æfingabúðír ÍSS hefur farið fram úr björtustu vonum og verða þær haldnar 1. - 20. júni 2009 í Egilshöll

Þeir sem hafa nú þegar skráð sig fá póst á næstu dögum með nánari upplýsingum

Ennþá eru nokkur laus pláss áhugasamir geta sent inn póst á sumarbudir@skautasamband.is   til 1. apríl

Gestaþjálfarar á námskeiðinu verða:

Olga Baranova kemur frá Finlandi og kennir A og B flokkum á ís í vku 1 og viku 2 og
Shelley Barnett  kemur frá Kanada  hún kennir einnig  A og B flokkum á ís hluta úr degi ásamt  því að sjá um alla kennslu á Synchro-hópum í viku 1 og viku 2
Ivan Kralic sem er frá Tékklandi en hann hefur verið yfirþjálfari í Danmörku í nokkur ár. Ivan var eini þjálfarinn í æfingabúðum ÍSS 2004 og hann kemur væntanlega í viku 2 og viku 3 nánar staðfest síðar.

Íslenskir þjálfarar munu sjá um kennslu í C flokkum á ís  og að hluta í yngri A og B flokkum auk þess að sjá um afís æfingar hjá A, B og C undir handleiðslu erlendu þjálfaranna auk þess munu íslensku þjálfarar yngri Synchro-hópa vinna með Shelley á ís og afís æfingum hjá þeim flokkum.

Nánari upplýsingar verða birtar síðar