Karfan er tóm.
Æfingar eru nú að hefjast aftur samkvæmt tímatöflu og starfsemi deilda félagsins er komin á fullt. Byrjendaæfingar í listhlaupi hefjast 26. ágúst og eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:00-17:15 en aðrar æfingar eru samkvæmt tímatöflu. Byrjendaæfingar í íshokkí hefjast á þriðjudag og verða alla þriðjudaga og fimmtudag kl. 17:00-17:45 og aðrar æfingar samkvæmt tímatöflu. Krulluæfingar hefjast í September og verða auglýstar sérstaklega á heimasíðu krulludeildar.
Almenningstímarnir byrja um helgina og fyrsta skautadiskó vetrarins næsta föstudag 30. ágúst.
Keppnistímabilið í íshokkí hefst nú um helgina með leikjum í U16 á laugardag. Meistaraflokkar íshokkídeildar spila sína fyrstu heimaileiki 21. september. Fyrsta mótið í listskautum verður helgina 27.-29. september þegar haustmótið fer fram í Egilshöll en Íslandsmótið verður svo haldið hjá okkur daganna 24.-26. nóvember.
Við bjóðum gesti okkar velkomna í Skautahöllina og bjóðum byrjendur velkomna að taka þátt í skemmtilegum skautavetri.