Karfan er tóm.
Mánudaginn 14. nóvember hefst fyrsta alvörumótið. Ákveðið hefur verið að slá saman Akureyrar- og bikarmóti í eitt mót. Framkvæmd verður þannig að allir leika við alla, tvær umferðir (heima og að heiman). Þegar mótið verður hálfnað, þ.e. allir búnir að leika við alla einu sinni, verður liðið sem þá er í efsta sæti, krýnt Bikarmeistari 2016. Akureyrarmeistarar verður svo það lið sem verður efst eftir tvær umferðir. Leikir hefjast kl. 19:00 þannig að mæting er eigi síðar en 18:45.
Rétt er að taka fram að við erum með svellið frá kl. 17:10 þannig að það er ekki verra að sjá fleiri andlit fyrr þar sem við erum með æfingar og undirbúning.
Lið eða einstaklingar sem hafa áhuga á að taka þátt eru vinsamlegast beðin um að tilkynna þátttöku á oh@vegagerðin.is. Ef eitthvert lið vantar leikmann er líka gott að fá að vita af því.