Karfan er tóm.
Að þessu sinni eru 4 lið skráð til keppni í mótinu. Í fyrstu umferð léku Freyjur við Víkinga og Ice Hunt lék við Garpa. Það er skemmst frá því að segja að Víkingar og Ice Hunt sigruðu í þessum leikjum. Næsta mánudag leika svo Freyjur við Ice Hunt og Garpar taka á móti Víkingum.
Mótið fer þannig fram að allir leika við alla, tvær umferðir (heima og að heiman). Eftir fyrri umferðina er það lið sem þá er efst orðið bikarmeistari en Akureyrarmeistari verður það lið efst er að loknum báðum umferðum. Stigagjöf er þannig að 2 stig fást fyrir sigur en 1 fyrir jafntefli. Verði tvö lið jöfn að stigum skal taka tillit til innbyrðis veiðureigna, enda og svo loks skoraðra steina til að ákvarða sigurvegara.
Upplýsingar um úrslit og skor er að finna hér.