Karfan er tóm.
Í gærkvöld fóru fram tveir leikir í 4. umferð Akureyrarmótsins 2014. Víkingar tóku á móti Görpum og töpuðu þeim leik 2-10. Þá tóku Ice Hunt á móti "Stelpunum" og unnu 6-4. Það er því ljóst að í lokaumferðinni verður hreinn úrslitaleikur milli Ice Hunt og Dollý um það hvaða lið verður Akureyrarmeistari 2014. Enn eiga þó öll lið möguleika á verðlaunasæti eins og sést í meðfylgjandi skjali. Minni á regluna sem segir að þegar tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum, gildi fyrst innbyrðis viðureign, svo endar og loks steinar
Í síðustu umferð, 24. nóv. leikaStelpurnar við Víkinga og Dollý við Ice Hunt. Garpar hafa lokið leik en gætu þurft að aðstoða Stelpurnar ef þær ná ekki saman í lið.