Akureyrarmótið: Aðeins tvö lið hafa unnið titilinn

Gísli Kristinsson hefur oftast allra orðið Akureyrarmeistari í krullu, þrisvar sinnum. Myndina tók Á…
Gísli Kristinsson hefur oftast allra orðið Akureyrarmeistari í krullu, þrisvar sinnum. Myndina tók Ásgrímur Ágústsson á fyrsta Akureyrarmótinu 2004.
Sjötta Akureyrarmótið að hefjast. Víkingar hafa unnið þennan titil þrisvar sinnum.

Akureyrarmótið 2009 sem nú er að hefjast er það sjötta í röðinni en fyrst var mótið haldið 2004.Átta lið taka þátt að þessu sinni en flest hafa liðin orðið ellefu á mótinu 2006.

Aðeins tvö lið hafa frá upphafi náð að vinna þennan titil, Víkingar þrisvar sinnum og Mammútar tvisvar. Hvorugt þessara liða hefur unnið til verðlauna þau árin sem þau unnu ekki mótið. Skytturnar hafa oftast unnið til verðlauna á mótinu, alls fjórum sinnum, Bragðarefirnir tvisvar og Fífurnar, Garpar, Fálkar og Ísmeistarar einu sinni hvert lið.

Sá einstaklingur sem oftast hefur unnið titilinn með sínu liði er Gísli Kristinsson, fyrirliði Víkinga, en hann hefur verið í sigurliði Víkinga á Akureyrarmótinu í öll þrjú skiptin sem liðið hefur hampað titlinum. Átta liðsmenn Víkinga og Mammúta hafa tvisvar orðið Akureyrarmeistarar og fimm manns hafa einu sinni hampað þessum titli.

Eftirfarandi lið hafa orðið í þremur efstu sætunum á Akureyrarmótinu frá upphafi:

2008 - Víkingar, Fífurnar, Skytturnar
2007 - Víkingar, Skytturnar, Bragðarefir
2006 - Mammútar, Skytturnar, Bragðarefir
2005 - Mammútar, Garpar, Skytturnar
2004 - Víkingar, Fálkar, Ísmeistarar

Eftirtaldir leikmenn hafa orðið Akureyrarmeistarar í krullu frá upphafi:

Þrisvar sinnum:
Gísli Kristinsson

Tvisvar sinnum:
Arnar Sigurðsson
Björgvin Guðjónsson
John Cariglia
Jóhann Björgvinsson
Jón Ingi Sigurðsson
Kristján Bjarnason
Ólafur Númason
Rúnar Steingrímsson

Einu sinni:
Birgitta Reinaldsdóttir
Björn Arason
Jón Már Snorrason
Jón S. Hansen
Kristján Þorkelsson