Ákveðið hefur verið hvernig keppnisfyrirkomulag og reglur Akureyrarmótsins verða. Mótið hefst mánudagskvöldið 28. september og verður aðeins leikið á mánudagskvöldum. Eftirfarandi hefur verið ákveðið varðandi reglur og framkvæmd Akureyrarmótsins:
- Spilað verður í tveimur riðlum, allir við alla.
- Að riðlakeppni lokinni er leikið í kross í undanúrslitum, A1-B2 og B1-A2.
- Til úrslita leika sigurliðin úr þessum leikjum en tapliðin leika um bronsverðlaun.
- Leikið verður um öll sæti þannig að A3 og B3 leika um 5.-6. sæti á mótinu og svo framvegis.
- Hver leikur er sex umferðir og eru allir leikir leiknir til úrslita, þ.e. aukaumferð(ir) ef með þarf.
- Verði tvö eða fleiri lið jöfn í riðlunum raðast þau eftir stigum úr innbyrðis viðureignum þeirra liða. Verði lið þá enn jöfn raðast þau eftir fjölda unninna umferða (aukaumferðir teljast ekki með) og verði þau þá enn jöfn raðast þau eftir skoruðum steinum (skoraðir steinar í aukaumferðum teljast ekki með). Verði lið þá enn jöfn skulu fjórir liðsmenn úr viðkomandi liðum taka skotkeppni til að fá fram úrslit.
- Að öðru leyti gilda hefðbundnar reglur WCF um krulluíþróttina - sjá hér.
- Þátttökugjald er 7.000 krónur á lið. Greiðist inn á reikning 0302-13-301232, kt. 590269-2989. Við greiðslu þarf að setja nafn liðs og móts í skýringu og senda staðfestingarpóst á netfangið davidvals@simnet.is (ef greitt er í heimabanka).