Karfan er tóm.
Þriðja og síðasta umferðin í riðlakeppni Akureyrarmótsins var leikin í kvöld. Fyrir lokaumferðina var ljóst að Víkingar, Garpar og Fífurnar færu í undanúrslit og með sigri á Üllevål bættust Skytturnar í þann hóp.
Víkingar unnu A-riðilinn, unnu alla þrjá leiki sína þar en Garpar urðu í öðru sæti með tvo sigra. Riddarar sigruðu Svarta gengið og enda í þriðja sæti A-riðils en Svarta gengið í því fjórða.
Fífurnar og Skytturnar unnu tvo leiki í B-riðlinum og raðast Fífurnar ofar vegna sigurs í leik þessara liða. Üllevål og Mammútar unnu bæði einn leik í B-riðlinum og telst Üllevål vera í þriðja sætinu vegna sigurs í leik þessara liða.
Úrslit kvöldsins:
A-riðill
Riddarar - Svarta gengið 9-3
Víkingar - Garpar 5-3
B-riðill
Mammútar - Fífurnar 6-1
Üllevål - Skytturnar 0-7
Röðin:
A-riðill: 1. Víkingar, 2. Garpar, 3. Riddarar, 4. Svarta gengið
B-riðill: 1. Fífurnar, 2. Skytturnar, 3. Üllevål, 4. Mammútar
Mánudagskvöldið 19. október verður annars vegar leikið í undanúrslitum (A1-B2 og B1-A2) og svo hins vegar um sæti 5.-8.
Leikur um 5.-6. sæti - braut 2: Riddarar -Üllevål
Leikur um 7.-8. sæti - braut 3: Svarta gengið - Mammútar
Undanúrslit - braut 4: Víkingar - Skytturnar
Undanúrslit - braut 5: Fífurnar - Garpar