Akureyrarmótið í krullu hefst í kvöld

Víkingar eru núverandi Akureyrarmeistarar.
Víkingar eru núverandi Akureyrarmeistarar.

Sex lið eru skráð til leiks. Leikin verður einföld umferð, allir við alla á mánudagskvöldum.

Leikið verður eftir sömu mótareglum og hafa verið í gildi undanfarna tvo vetur, nema hvað upphitun hefur verið stytt og verður fjórar mínútur - sjá mótareglur Krulludeildar hér.

Þar sem Mammútar munu á næstunni halda til Tyrklands til að keppa þar í C-keppni Evrópumótsins fyrir Íslands hönd breytist leikjadagskráin örlítið. Mammútar verða ekki á landinu mánudagskvöldið 8. október þannig að leikur þeirra í 3. umferðinni verður færður á eitthvert miðvikudagskvöldið á meðan mótið stendur yfir (26. september, 3. október eða 17. október), og verður það væntanlega ákveðið í samráði við liðin tvö við upphaf mótsins í kvöld.

Krullufólk er beðið um að mæta tímanlega til leiks í kvöld, annars vegar til að draga um keppnisröð og hins vegar væri gott að fá a.m.k. einn fulltrúa frá hverju liði til að vinna við undirbúning á svellinu.

Liðin sem skráð eru til leiks eru:
Bragðarefir - Brynjólfur Magnússon, Jóhann Björgvinsson, Jón Einar Jóhannsson, Sigurgeir Haraldsson og Sævar Örn Sveinbjörnsson.
Fífurnar - Gísli Kristinsson, Heiðdís B. Karlsdóttir, Jón G. Rögnvaldsson og Svanfríður Sigurðardóttir.
Garpar - Árni Grétar Árnason, Gunnar H. Jóhannesson, Kristján Bjarnason og Ólafur Hreinsson.
Mammútar - Jens Kristinn Gíslason, Jón Ingi Sigurðsson, Ólafur Númason, Ragnar Jón Ragnarsson og Sveinn H. Steingrímsson.
Team Tårnby - Davíð Valsson, Hallgrímur Valsson, Kristján Þorkelsson og Rúnar Steingrímsson. 
Urtur - Hannela Matthíasdóttir, Hugrún Ósk Ágústsdóttir, Rannveig Jóhannsdóttir og Tinna Ingvarsdóttir (Ómar Ólafsson og Viðar Jónsson til vara).