Karfan er tóm.
Mammútar og Garpar hafa þegar tryggt sér sæti í undaúrslitum Akureyrarmótsins.
Fyrr í vikunni fóru fram tveir leikir í þriðju umferð riðlakeppninnar. Garpar unnu Ís-lendinga, 9-7, í aukaumferð og Víkingar unnu Fífurnar, 8-5, og Mammútar unnu Fálka, 5-4. Leik Svartagengisins og Skyttanna var frestað til mánudagsins 17. október.
Í kvöld fór fram einn frestaður leikur úr 2. umferð. Garpar sigruðu Fífurnar 6-4.
Mammútar hafa nú þegar unnið B-riðlinn, unnu alla þrjá leiki sína þar og eru því komnir í undanúrslit. Fálkar hafa tapað öllum þrem leikjum sínum og eru því í fjórða sæti riðilsinis. Það verða hins vegar Svartagengið og Skytturnar sem berjast um annað sæti riðilsins og þar með sæti í undanúrslitum þegar liðin mætast mánudagskvöldið 17. október.
Í A-riðli eru Garpar öruggir í undanúrslit, jafnvel þótt þeir eigi eftir einn leik. Það er hins vegar spurning hvaða lið fylgir þeim í undanúrslit. Víkingar geta tryggt sér sæti í undanúrslitum með því að vinna Garpa. En ef Garpar vinna Víkinga verða Víkingar, Fífurnar og Íslendingar jöfn í 2.-4. sæti riðilsinis, öll með einn sigur og jafnt í innbyrðis viðureignum. Þá kemur til útreiknings úr skotum að miðju og þar standa Ís-lendingar best að vígi. Lokaleikur riðilsins, milli Garpa og Víkinga, fer fram mánudagskvöldið 17. október.
Öll úrslit og tölulegar upplýsingar í excel-skjali hér.