Akureyrarmótið: Riðlakeppninni lokið

Mammútar, Skytturnar, Víkingar og Garpar tryggðu sér sæti í undanúrslitum.

Lokaleikirnir í riðlakeppni Akureyrarmótsins fóru fram í kvöld. Víkingar sigruðu Garpa og náðu þar með efsta sæti A-riðils, en Garpar urðu í 2. sæti og fylgja þeim í undanúrslit.

Í B-riðli höfðu Mammútar þegar unnið alla leikina og tryggt sér sæti í undanúrslitum, en Skytturnar náðu með sigri á Svartagenginu að tryggja sig inn í undanúrslitin.

Þetta þýðir að í undanúrslitum mætast Skytturnar og Víkingar annars vegar og Garpar og Mammútar hins vegar. Sigurliðin leika síðan til úrslita mánudagskvöldið 31. október, en tapliðin leika um bronsið sama kvöld.

Í leikjum um 5.-8. sætið mætast Fálkar og Fífurnar annars vegar og Ís-lendingar og Svartagengið hins vegar. Sigurliðin úr þessum leikjum leika um 5. sætið, tapliðin um 7. sætið.

Rétt er að taka fram að ekki er spilað upp á það hvort liðið á síðasta stein í þessum leikjum, heldur fær það lið sem varð ofar í sínum riðli val um síðasta stein. Það þýðir að sigurliðið í A-riðli (Víkingar) hefur valið í leik gegn liðinu í 2. sæti B-riðils (Skyttunum) og svo framvegis. Liðið sem talið er upp á undan leikur með dökkum steinum og á æfingu á undan.

Lokastaðan í riðlunum:

A-riðill
1. Víkingar - 2 sigrar (unnu Garpa)
2. Garpar - 2 sigrar
3. Fifurnar - 1 sigur (unnu Ís-lendinga)
4. Ís-lendingar - 1 sigur

B-riðill
1. Mammútar - 3 sigrar
2. Skytturnar - 2 sigrar
3. Svartagengið - 1 sigur
4. Fálkar - 0 sigrar

Leikir í undanúrslitum og krossspili fyrir 5.-8. sæti:
Braut 2: Skytturnar - Víkingar
Braut 3: Garpar - Mammútar
Braut 4: Fálkar - Fífurnar
Braut 5: Ís-lendingar - Svarta gengið 

Öll úrslit og upplýsingar í excel-skjali hér.