Karfan er tóm.
Kjöri íþróttamanns Akureyrar 2022 var lýst á glæsilegri verðlaunahátíð sem haldin var í Menningarhúsinu Hofi í gærkvöld. Aldís Kara Bergsdóttir var í öðru sæti í kjörinu en hún átti frábært skautatímabil 2022 þar sem hún varð meðal annars fyrsta konan í 27 ára skautasögu skautasambandsins til þess að keppa á Evrópumóti fullorðinna. Íshokkíleikmaðurinn Jóhann Már Leifsson var í fimmta sæti í kjörinu um íþróttakarl Akureyrar. Hjólreiðakonan Hafdís Sigurðardóttir var kjörin íþróttakona Akureyrar og Nökkvi Þeyr Þórisson íþróttakarl Akureyrar 2022.
Skautafélag Akureyrar var veitt viðurkenning á hófinu fyrir Íslandsmeistaratitla félagsins á árinu sem voru 61 talsins flestir félaga á Akureyri. Þá voru einnig tilkynnt um styrki til 10 ungra íþróttamanna úr afrekssjóði en þeirra á meðal er íshokkíleikmennirnir Ormur Karl Jónsson og Katrín Rós Björnsdóttir. Skautafélag Akureyrar óskar öllu þessu frábæra íþróttafólki til hamingju með þessar viðurkenningar.