Karfan er tóm.
Aldís Kara Bergsdóttir brýtur blað í sögu skautaíþrótta á morgun þegar hún skautar fyrst Íslendinga á Evrópumóti fullorðinna í listhlaupi sem fram fer í Tallinn í Eistlandi. Aldís er ekki alls ókunnug Tondiraba skautahöllinni í Tallinn því þar skautaði hún einmitt fyrst Íslendinga á Heimeistaramóti unglinga á eftirminnilegan hátt árið 2020. Aldís hefur verið í undirbúningi í Tallinn síðan á mánudag ásamt fylgdarliði sínu og hefur undirbúningurinn gengið vel. Í kvöld verður dregið um keppnisröð og þá kemur í ljós hvar í röðinni Aldís skautar og klukkan hvað en keppnin sjálf hefst kl. 9 í fyrramálið á íslenskum tíma en keppninni verður streymt á youtube rás ISU.
Við sendum hlýja strauma til Aldísar í Tallinn og óskum henni alls hins besta í keppninni á morgun.