Karfan er tóm.
Garðar Jónasson er látinn
Hann Gæsi fæddist hér á Akureyri þann 6. desember 1952 og lést mánudaginn 16. júlí s.l. eftir skammvinn veikindi. Gæsi bjó alla sína tíð í Aðalstræti 74 og hóf snemma að renna sér á skautum og var leikmaður í íshokkíliði Skautafélags Akureyrar frá ungaaldri. Síðustu ár spilaði hann með “old boys” og var einn af okkar virkustu félagsmönnum. Vinnustundir hans í þágu félagsins eru óteljandi, bæði við uppbyggingu og viðhald félagssvæðis og aðstöðu sem og vinnu við almennt félagsstarf. Hann var vinur okkar og félagi, Innbæingur og heiðursmaður. Móður hans sem og öðrum ættingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð.
Útför hans fer fram föstudaginn 27. júlí n.k. kl. 13:30 frá Akureyrarkirkju.