Karfan er tóm.
Ásynjur mættu SR í Laugardalnum um helgina og unnu þægilegan 16-1 sigur. Ásynjur eru með 7 stig eftir þrjá leiki í öðru sæti deildarinnar á eftir Ynjum sem eru með 11 stig eftir fjóra leiki spilaða. 2. flokkur hafði ekki erindi sem erfiðið gegn SR en sá leikur endaði 7-0 fyrir SR.
Ásynjur unnu fyrstu lotuna 4-0 með mörkum frá Arndísi Sigurðardóttur sem er ný stigin upp úr meiðslum, Berglindi Leifsdóttur og Birnu Baldursdóttur. Ásynjur bættu við fimm mörkum í annarri lotu en áðurnefnd Berglind skoraði 2 mörk en þær Díana Björgvinsdóttir, Teresa Snorradóttir og Birna Baldursdóttir eitt mark hver. Ásynjur skoruðu svo sjö fyrstu mörkin í þriðju lotunni áður en Bjarnarstúlkur náðu að svara fyrir sig en þær skoruðu síðasta mark leiksins. Linda Brá Sveinsdóttir skoraði þrjú markanna, Ragnhildur Kjartansdóttir skoraði tvö en Alda Arnarsdóttir og Arndís eitt mark hvor.
Mörk og stoðsendingar Ásynja:
Linda Brá Sveinsdóttir 4/2
Berglind Leifsdóttir 3/0
Birna Baldursdóttir 2/3
Ragnhildur Kjartansdóttir 2/2
Arndís Sigurðardóttir 2/0
Teresa Snorradóttir 1/2
Díana Björgvinsdóttir 1/1
Alda Arnardóttir 1/0
Eva Karvelsdóttir 0/3
Jónína Guðbjartsdóttir 0/2
Harpa Benediktsdóttir 0/1
2. flokkur tapaði leik sínum gegn SR 7-0. Liðið átti ágæta fystu lotu en staðan að henni lokinni var 1-0 fyrir SR. Önnur og þriðja lotann gekk ekki eins vel en þær töpuðust báðar 3-0 og liðið því enn án stiga eftir tvo leiki.