Átta gullverðlaun á Vetrarmóti ÍSS!

Mynd: Ásgrímur Ágústsson (okt. 2013)
Mynd: Ásgrímur Ágústsson (okt. 2013)


Listhlaupsstelpur úr SA komu, sáu og sigruðu á Vetrarmóti Skautasambandsins sem fram fór í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Skautafélag Akureyrar átti keppendur í níu flokkum og unnu stelpurnar til gullverðlauna í átta þeirra.

Þær Rebekka Rós Ómarsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir, Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, Ísolf Fönn Vilhjálmsdóttir, Aldís Kara Bergsdóttir, Eva Björg Halldórsdóttir og Pálína Höskuldsdóttir unnu sína flokka. Að auki hlutu SA stelpur tvenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun.

Hér að neðan er listi yfir árangur allra keppenda frá SA. Ef smellt er á viðkomandi flokk opnast úrslitasíða þess flokks. Yfirlitssíða með tenglum á öll úrslit og sundurliðun einkunna er hér. 

8 ára og yngri A
1. Rebekka Rós Ómarsdóttir, 18,63

10 ára og yngri A
1. Marta María Jóhannsdóttir, 30,90
3. Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir, 24,74

Stúlknaflokkur A
1. Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, 70,15
3. Emilía Rós Ómarsdóttir, 69,24
5. Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir, 55,45

Unglingaflokkur A
1. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, 94,38

8 ára og yngri A
1. Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, 17,77
2. Kolfinna Ýr Birgisdóttir, 15,75

10 ára og yngri B
1. Aldís Kara Bergsdóttir, 20,19
5. Anna Karen Einisdóttir, 13,45

12 ára og yngri B
1. Eva Björg Halldórsdóttir, 23,68

Stúlknaflokkur B
1. Pálína Höskuldsdóttir, 34,74

Unglingaflokkur B
2. Guðrún Brynjólfsdóttir, 42,74