Karfan er tóm.
Í tilefni af því að undirritaður hefur verið skammaður í spjallinu hér á síðunni fyrir að hafa ekki notað fleiri og meiri orð til að lýsa leikjum liðsins hér í fréttahlutanum vil ég bara segja að þó mér sé margt til lista lagt þá er lýsing leikja ekki eitt af því og auglýsi því hér með eftir aðila til að senda mér umsögn um leiki félagsins á frettir@sasport.is og mun ég þá setja það hér inn. Og í framhaldi af þessu ætla ég að benda ykkur lesendur góðir á að kíkja á spjallið, þar var ég að senda inn þetta svar við einum þræðinum.
Sæll Jón Heiðar minn og takk fyrir uppbyggilega gagngrínið (þetta er ekki misritun) “afhausa þjálfara “ og “ reka stjórnina”. Það er nú svo að í byrjun tímabilsins var borið út bréf til iðkenda http://www.sasport.is/?mod=sidur&mod2=view&id=67 og einnig birt í fréttahluta síðunnar þar sem starfið var kynnt og foreldrar, aðstendendur og aðrir velunnarar íþróttarinnar hvattir til að gefa kost á sér til þáttöku í félagsstarfinu, en viti menn, ég held að ég fari með rétt mál að frá þessum rúmlega hundrað sem bréfið fengu hefur ekki heyrst frá einum einasta með boð um aðstoð eða þáttöku, en það hefur reyndar heyrst frá nokkrum sem telja bæði að æfingagjöldin séu alltof há og að starf stjórnar sé með endemum innihaldslítið og lélegt. Verandi í stjórn þá get ég upplýst þig og aðra um að megnið af undirbúningi og vinnu vetrarstarfsins hefur hvílt á örfáum einstaklingum sem hafa lagt til ómældan tíma og metnað til starfsins og hefur þetta bras allt ansi oft komið niður á fjölskyldu og vinnu manna. Tilfellið er að kannski gerir fólk of miklar kröfur en vill lítið leggja til sjálft. Staðreyndin er sú að það þarf miklu fleira fólk til starfa ef reka á félagið á þeim grundvelli sem allir eru að biðja um. Í annan stað get ég upplýst að við höfum ekki aðgang að ís fyrr en 1.sept. frá bæjarins hendi. Til að kaupa ís í ágústmánuði svo að lengja megi tímabilið þá þyrfti að leggja fram sennilega um sexhundruðþúsund til hússins til keyrslu frystivéla + laun starfsmanns í húsið + laun þjálfara, svo að eins mánaðar lenging kostar ca. eina milljón og þeir peningar eru einfaldlega ekki til og ekki eru menn tilbúnir að borga hærri æfingagjöld eins og þú veist manna best þar sem þú varst framarlega í flokki þeirra sem börðust fyrir lægri gjöldum í þínum flokki, og fenguð. Stór hluti vandans er að móðurfélagið berst á hæl og hnakka við að skaffa ís með keyrslu frystivélanna sem éta allt afl og fjármagn móðurfélagsins og meira til ( langur skuldahali við Norðurorku ), í stað þes að geta hugað að starfi deilda og stutt þar við. Þetta er baggi sem að ég held að ekkert annað íþróttafélag búi við hér í bæ og þó víðar væri leitað og að mínu mati bænum til skammar. Hvað varðar erlenda leikmenn þá tók stjórnin þá ákvörðun að íshokkídeild SA myndi ekki eyða fé (sem reyndar er ekki til) til að flytja inn og reka erlenda leikmenn þetta árið. Þegar sú ákvörðun lá fyrir kom sem betur fer í ljós að félagið á ennþá afar dygga og duglega stuðningsmenn sem brettu upp ermar og tóku að sér að alfla fjár, húsnæðis og annars sem til þarf til að vera með erlenda leikmenn og þess vegna eru þó þessir tveir leikmenn komnir, og hvort fleiri komi verður bara tíminn og fárhagsleg geta að leiða í ljós. Spekin hans Rúnars er góðra gjalda verð, en staðreyndin er sú að til að eyða peningum þarf að eiga þá til eða allavega hafa einhverja von um að hægt sé að afla þeirra, annað er algjört ábyrgðarleysi og hafa verður líka í huga að á bak við skuldir félagsins ( þó viðráðanlegar séu ) standa ábyrgðir jafnvel einstaklinga sem löngu eru hættir í forsvari fyrir félagið og engann höfum við fundið sem tilbúinn er að taka við þessum ábyrgðum. Hvað varðar markaðssetningu á íþróttinni þetta árið hefur verið unnið mjög öflugt og mikið kynningarstarf í skólum bæjarins við góðar undirtektir og mæting í byrjendatímum hefur verið afar góð. Það eitt og sér skilar okkur kannski ekki bikarnum í mfl. þetta árið ( það stendur reyndar ekkert til að láta hann af hendi ) en til lengri tíma litið mun það skila árangri í fjölmennari yngri flokkum og þar af leiðandi eðlilegri endurnýjun upp til mfl. en á það hefur verulega skort hin síðari ár. Sem sagt stefna stjórnar að efla verulega starf yngriflokka. Hvað varðar öflun fjár með styrkjum og auglýsingum hefur verið gert gríðarlegt átak í þeim efnum alveg frá síðustu áramótum og er þar að störfum mjög öflug manneskja sem hefur eytt ómældum tíma og orku í þennann málaflokk með ágætum árangri. Þó er það nú svo að þessi starfi að afla styrkja og auglýsinga er sennilega langerfiðasta starfið sem fram þarf að fara í hverju félagi og enn frekar fyrir okkar svo til ósýnilegu íþrótt og því er það að stjórn SA er í forustu ásamt SR við að koma íþróttinni í eðlilega umfjöllun í íþróttatímum sjónvarps, en til þess þurfum við að sjá um að láta taka upp leikina sjálfir og koma því svo á framfæri við íþróttadeildirnar, þar sem þær sjá sér ekki fært að senda tökumenn og annað lið sem þarf á þeim tímum sem leikir þurfa að fara fram í hokkíinu, þ.e. seint á laugardögum og þar komum við svo að því hversvegna tímasetningar eru ekki komnar á leiki sem er m.a. vegna þess að hér fyrir norðan er verið að vinna að því að geta byrjað fyrr á laugardögum, kannski með fyrri leikinn kl. ca. 14. Hvort þessi viðleitni skilar einhverju á svo eftir að koma í ljós en þetta er hluti af þeirri viðleitni að gera íþróttina sýnilegri og búa til grundvöll fyrir alvöru sponsora og stuðning. Það að láta taka upp heimaleikina mun kosta íshokkídeildina ca. 150.000,- en við lítum á það sem fjárfestingu sem mun gera okkur kleift að afla fjár til framtíðar. Hvað varða dagsetningar leikja hefur verið tengill hér á síðunni á dagskrá tímabilsins allt frá því að mótanefnd gaf hana út. Stjórnar Kveðja......Reyir Sig.