Karfan er tóm.
Það sem eftir er af haustönninni verður fyrirkomulagið með því móti að þriðjudagsmorgunæfingarnar (06:30-07:20) og sunnudagsmorgunæfingarnar (08:00-08:40) verða eingöngu basic test æfingar. Basic test æfingarnar verða ekki æfðar á öðrum tímum. Ath. þeir sem hyggjast taka basic test þetta skautaárið (janúar/apríl) munið að þessar æfingar þarf að æfa jafnt og þétt allt tímabilið. Basic test verður í eftirtöldum keppnisflokkum í vor: 8 ára og yngri A og B, 10 ára og yngri A og B, 12 ára og yngri A og B, Novice A og B. Þeir sem hyggjast keppa næsta skautaár í einhverjum eftirtalinna flokka þurfa að taka próf í vor. Þeir sem hafa nú þegar lokið prófi og keppa áfram í sama flokki næsta skautatímabil þurfa ekki að taka próf aftur í vor.
ATH! Næstu 3 vikur þá verður þriðjudagsmorgunæfingin á fimmtudagsmorgni, æfingin verður á sama tíma og með sama fyrirkomulagi. (Æfingin 3. desember fellur þó niður vegna keppnisferðar A og B keppenda til Reykjavíkur)