Karfan er tóm.
Þátttaka í Bikarmótinu tilkynnist til Hallgríms Valssonar – hallgrimur@isl.is eða í síma 840 0887 í síðasta lagi laugardaginn 12. janúar. Ekkert þátttökugjald er í mótið. Dregið verður um leiki fyrstu umferðar við lok Akureyrarmótsins mánudagskvöldið 14. janúar.
Leikdagar verða væntanlega 16., 21., 23., 28. og 30. janúar en fjöldi leikdaga fer eftir fjölda þátttökuliða. Fyrstu umferð verður hugsanlega skipt á tvö kvöld.
Allir leikir eru 6 umferðir en leikið er til þrautar ef jafnt er að loknum 6 umferðum, þ.e. leikin er aukaumferð (eða umferðir ef þörf er á) til að útkljá leikinn.
Sigurlið í fyrstu umferð fara áfram í átta liða úrslit en ef liðin verða fleiri en átta munu einhver taplið úr fyrstu umferð fara áfram í átta liða úrslit. Til að skera úr um hvaða taplið komast áfram skulu öll taplið í fyrstu umferðinni taka skot að miðju hrings strax að leik loknum eins og í öðrum mótum. Ef til dæmis tíu lið taka þátt í mótinu fara fimm sigurlið áfram í átta liða úrslit ásamt þeim þremur tapliðum sem ná bestum árangri í skotkeppninni. Ef tólf lið taka þátt í mótinu fara sex sigurlið áfram í átta liða úrslit ásamt þeim tveimur tapliðum sem ná bestum árangri í skotkeppninni.