Bikarmót Krulludeildar - litið um öxl

Bikarmót Krulludeildar fer nú fram í sjötta sinn. Eitt lið hefur unnið bikarinn tvisvar.

Bikarmót Krulludeildar 2009 hefst í kvöld með átta liða úrslitum. Lítum á söguna.dscn0800_640

Bikarmót Krulludeildar hefur yfirleitt farið fram í lok nóvember og/eða byrjun desember en þetta árið var ákveðið að færa það fram um nokkrar vikur og leika það á miðvikudagskvöldum meðfram Akureyrarmótinu. Mótið fór fyrst fram 2004 og fer því fram í sjötta skiptið nú. Bikarinn sem keppt er um var gefinn af Görpum til minningar um liðsmann þeirra, Magnús E. Finnsson. Magnús lék um árabil með Görpum en varð að hætta keppni vegna veikinda sama haustið og fyrsta Bikarmót Krulludeildar fór fram. Ef fréttaritari man rétt fengu Garpar engann bikar fyrir sigur á fyrsta mótinu. Það fannst þeim auðvitað óviðunandi og gáfu bikar fyrir mótið árið eftir, þá til minningar um Magnús. Ári seinna unnu Garpar svo "bikarinn" aftur.

Eitt lið, Garpar, hefur unnið mótið tvisvar en svo skemmtilega vill til að aðeins einn leikmaður spilaði með Görpum í bæði skiptin, fyrirliðinn Hallgrímur Valsson. Tveir aðrir einstaklingar hafa orðið bikarmeistarar tvisvar, Árni Arason með Fálkum og Skyttunum og Sigfús Sigfússon með Fálkum og Svarta genginu.

Úrslitaleikir Bikarmótsins hingað til:

2004: Garpar - Víkingar  6-3
2005: Fálkar - Skytturnar  4-3
2006: Garpar - Norðan 12  6-4 (2 steinar í aukaumferð)
2007: Skytturnar - Fífurnar  7-4
2008: Svarta gengið - Riddarar  4-2

Af þeim átta liðum sem nú taka þátt hafa þrjú orðið bikarmeistarar og önnur þrjú leikið úrslitaleik. Aðeins Mammútar og Üllevål af núverandi þátttakendum hafa ekki leikið úrslitaleik í bikarmótinu. Auk þeirra þriggja einstaklinga sem hafa unnið bikarinn tvisvar hafa sextán manns unnið bikarinn einu sinni.

Eftirtaldir leikmenn hafa orðið bikarmeistarar:
Tvisvar:
Árni Arason (Fálkar og Skytturnar)
Hallgrímur Valsson (Garpar)
Sigfús Sigfússon (Fálkar og Svarta gengið)

Einu sinni:
Albert Hannesson (Garpar)
Ágúst Hilmarsson (Skytturnar)
Ásgrímur Ágústsson (Garpar)
Birgitta Reinaldsdóttir (Skytturnar)
Davíð Valsson (Garpar)
Erling Tom Erlingsson (Svarta gengið)
Guðmundur Pétursson (Garpar)
Haraldur Ingólfsson (Fálkar)
Jón S. Hansen (Skytturnar)
Júlíus Arason (Fálkar)
Leifur Ólafsson (Svarta gengið)
Ómar Ólafsson (Svarta gengið)
Sigurður Aðils (Garpar)
Sigurður Gunnarsson (Garpar)
Sigurgeir Haraldsson (Skytturnar)
Yngvar Björskol (Garpar)