Bissí vika og helgi framundan hjá mfl. kvenna og karla.

Ynjur og Ásynjur munu eigast við annað kvöld kl. 20,30 hér í Skautahöllinni. Ynjur hafa vaxið gífurlega í getu og menn (og konur) bíða spennt eftir að þær leggi eldra liðið þ.e. Ásynjur svo það er óhætt að lofa góðri skemmtun í Höllinni á þessum leik. ALLIR að mæta og hvetja sitt lið. ÁFRAM SA .......

Ynjur fara svo suður og spila frestaða leikinn frá í desember við SR á föstudaginn næsta. leikurinn verður kl. 20,00 í Skautahöllinni í Laugardal.  

Ásynjur eiga einnig útileik um helgina við Björninn í Egilshöll á laugardagskvöldið um kl. 19,30 eða strax á eftir karlaleiknum.

Þá eru einnig landsliðs æfingabúðir í Reykjavík fyrir U-18 og karla landsliðin. þeir munu að öllum líkindum æfa á föstudagskvöldinu, og að morgni laugardags og sunnudags.

Í Mfl. karla mun lika fara fram leikur á milli Bjarnarins og SA-Víkinga á laugardaginn kl. 16,30 í Egilshöllinni og víst er að Víkingar ætla sér stigin þrjú sem í boði eru þó að eins öruggt sé að Bjarnarmenn ætli ekki að láta þau án baráttu. Björninn er búinn að spila 13 leiki en Víkingar 10. Bæði lið hafa tapað 3 leikjum en að auki hefur Björninn gert 1 jafntefli þar sem þeir náðu einungis einu stigi en á móti kemur að þeir eiga bara eftir tvo A-liðs leiki en Víkingar fjóra.

Staðan í deildinni;

Lið

Leikir

Unnið

Jafntefli

Tapað

Auka

Skoruð

Fengin

Hlutfall

Stig

Björninn

13

9

1

3

0

82

45

37

28

SA Víkingar

10

7

0

3

0

79

27

52

21

SR

10

6

3

1

2

73

41

32

23

SA Jötnar

13

2

2

9

1

41

106

-65

9

Húnar 12 2 0 10 0 43 99

-56

6