Karfan er tóm.
Stórmót yngstu iðkennda í íshokkí fer fram nú um helgina í Skautahöllinni á Akureyri. Ísbúðin Brynja hefur í gegnum tíðina verið einn öflugasti styrkaraðili barnastarfs íshokkídeildarinnar en þetta er í 19. sinn sem Brynja heldur mótið. Æfingar falla niður hjá listhlaupa- og hokkídeild fyrir hádegi á laugardag og sunnudag. Þá verður lokað fyrir almenning á laugardag.
Mótið fer fram í Skautahöllinni á Akureyri á laugardag frá kl 8.00-18.00 og á sunnudag kl 8.00-13.00. Keppt er í 5. 6. og 7. Flokki ásamt krílaflokki. SA sendir til leiks 75 keppendur að þessu sinni í 9 liðum og þar af tvö stúlknalið. Leikirnir verða allt í allt 30 en tveir leikir fara fram á sama tíma á svellinu í öllum flokkum nema 5. flokki.
Það má búast við mikilli gleði í Skautahöllinni um helgina sem íshokkíunendur ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara þar sem íshokkístjörnur framtíðarinnar sýna listir sínar á svellinu.