Brynjumótið - myndir

Verslunin Brynja stendur þétt að baki SA.
Verslunin Brynja stendur þétt að baki SA.


Brynjumótið í 5., 6. og 7. flokki hófst í býtið í morgun og stendur fram að kvöldmatartíma í kvöld - áframhald í fyrramálið og verðlaunaafhending í hádeginu.

Fréttaritari kom sem snöggvast við í Skautahöllinni á Akureyri um miðjan daginn í dag og smellti af nokkrum myndum. Fimmti flokkur var þá á svellinu og mikið líf og fjör bæði á svellinu og utan þess. Reyndar fréttum við einnig af alvöru ljósmyndara á ferðinni í höllinni í morgun þannig að vonandi fáum við betri myndir en þessar til að birta hér á heimasíðunni fljótlega.

Mótið stendur fram til um kl. 19.00 í kvöld, en eftir það mæta meistaraflokksleikmenn á svellið því um kl. 19.30 á að hefjast leikur Jötna og SR í mfl. karla. Brynjumótinu verður síðan fram haldið kl. 7.40 í fyrramálið, en því lýkur með verðlaunaafhendingu á svellinu kl. 12.40 og svo að sjálfsögðu Pizzaveislu í boði Verslunarinnar Brynju. 

Leikjadagskráin.

Smellið á myndina til að fara inn í myndasafn með fleiri myndum frá Brynjumótinu í dag: