Karfan er tóm.
Hið margfræga og sögulega Brynjumót í íshokkí verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Fyrstu leikir hefjast kl. 8.00 á laugardagsmorgni. Allar æfingar í íshokkí og listhlaupi falla því niður fyrir hádegi á laugardag og sunnudag. Enginn almenningstími verður á laugardag og aðeins opið kl. 14-16 á sunnudag.
Hið margfræga og sögulega Brynjumót í íshokkí verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Fyrstu leikir hefjast kl. 8.00 á laugardagsmorgni og verður leikið óslitið til rúmlega sjö á laugardagskvöld. Aftur hefjast leikir kl. 8 á sunnudagsmorgni, en mótinu lýkur um kl. 13.45 á sunnudag.
Búast má við miklum atgangi, bæði á svellinu og utan þess á laugardag og sunnudag. Alls verða leiknir 30 íshokkíleikir auk þess sem svokallaður "krílaflokkur" fær sinn tíma á svellinu.
Dagskrá mótsins (pdf)
Alla helgina verður tveimur myndavélum beint að svellinu og sent út beint á netinu í gegnum SA TV, en tengill er á það í valmyndinni til vinstri á forsíðu sasport.is.
Að sjálfsögðu eru svo aðstandendur og aðrir hokkíunnendur velkomnir í Skautahöllina á Akureyri alla helgina.
Vegna mótsins verða breytingar á almenningstímum á laugardag og sunnudag, en óbreyttir tímar í dag, föstudag.
Laugardagur 19. október: LOKAÐ
Sunnudagur 20. október: Opið kl. 14-16 (ekki 13-16 eins og venjulega)