Karfan er tóm.
SA og Björninn mættust í lokaleik deildarkeppni Íslandsmótsins í íshokkí kvenna í kvöld. SA þurfti að vinna með átta marka mun til að ná efsta sætinu, en niðurstaðan varð allt önnur.
Þegar upp var staðið höfðu gestirnir skorað sjö mörk en SA aðeins eitt. Björninn náði þriggja marka forystu í fyrsta leikhluta, Sunna Björgvinsdóttir skoraði eina mark SA í leiknum í öðrum leikhluta og minnkaði muninn í 1-3, en gestirnir bættu síðan við fjórum mörkum í lokaleikhlutanum. Úrslitin: SA - Björninn 1-7 (0-3, 1-0, 0-4).
Deildarmeistaratitilinn fer því burt frá Akureyri þetta árið, en framundan er úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrsti leikurinn verður fimmtudaginn 6. mars að því er fram kemur á vef ÍHÍ í dag. Það er því ekki nema um eitt að ræða hjá liði SA; spýta í lófana og halda Íslandsmeistaratitlinum þrátt fyrir að Björninn eigi oddaleiksréttinn.
Mörk/stoðsendingar
SA
Sunna Björgvinsdóttir 1/0
Refsimínútur: 14
Björninn
Alda Kravec 1/1
Flosrún Vaka Jóhannesdóttir 5/0
Elva Hjálmarsdóttir 1/1
Refsimínútur: 4
Atvikalýsing.