Einkatímar í listfengi fyrir prógröm/dansa

Sigrún Lind Sigurðardóttir ein af okkar toppskauturum í gegnum árin mun nú bjóða iðkendum LSA upp á einkatíma í túlkun og listfengi í prógrömmum/dönsum. Sigrún Lind hefur alla tíð sem skautari fengið lof frá dómurum og öðrum þjálfurum fyrir fágaðan skautastíl og túlkun. Hún hefur áhuga á að bjóða upp á einkakennslu fyrir þá iðkendur sem áhuga hafa og keppa fyrir félagið í keppnisflokkum A, B og C. Hver tími eru 20 mín og kostar tíminn 500 kr. Undir lesa meira má finna upplýsingar um hvernig panta á tíma.

 

Einkatímar fara fram á æfingatímum deildarinnar, þ.e.a.s. á æfingatímum 3.4.5.6. og 7. hóps. Sá sem pantar tíma fær ístíma á hóptíma annars hóps en hann æfir með (ef skautari æfir í 5. hóp getur hann fengið einkatíma á tímum 3. 4. 6. og 7. hóps ekki með sínum hóp).

 

Panta skal tíma með tölvupósti á netfangið: sigruun-92@hotmail.com

Eftirfarandi skal koma fram:

Fullt nafn barns:

Hópur og keppnisflokkur:

Símanúmer:

Hvenær óskað er eftir tíma: 

 

Vinsamlegast greiðið fyrir tímann um leið og þið mætið :)