Karfan er tóm.
Eftir frábæran sigur á Pólverjum í morgun var íslenska liðið í hörkubaráttu um sæti í B-deildinni, en
náði því miður ekki að fylgja eftir þessum góða leik í morgun þegar efsta lið C-keppninnar lá fyrir okkar mönnum.
Íslenska liðið mætti Liháum nú síðdegis og voru okkar menn hreinleg kjöldregnir, niðurstaðan 0-8 tap.
Þetta þýðir að Ísland endar í fjórða sæti af níu í C-keppninni, aðeins einum sigri frá því að
komast í aukakeppni um sæti í B-deild. Í heild er þetta ágætur árangur miðað við væntingar. Pólverjar sigruðu, en
Tyrkir og Litháar urðu jafnir í 2.-3. sæti og þurfa að leika aukaleik um það hvor þjóðin fer upp í B-flokk. Til gamans má
geta þess að íslenska liðið sigraði bæði Pólverja og Tyrki í keppninni.
Það verður því áfram hlutskipti Íslands að spila í C-keppni Evrópumótsins í krull.