Karfan er tóm.
Emilía Rós Ómarsdóttir er skautakona LSA árið 2013. Emiliía Rós hefur staðið sig mjög vel á líðandi ári og er vel að útnefningunni komin.
Fyrri hluta árs keppti hún í flokki 12 A og er hún RIG-meistari (Reykjavík International). Hún varð í 1. sæti á Vetrarmóti ÍSS, á Akureyrarmótinu færði hún sig upp um flokk og keppti í Novice A og þar landaði hún einnig 1. sætinu.
Á seinni hluta ársins byrjaði hún á að sigra Frostmót LSA og einnig hefur hún skilað sér á pall á öllum ÍSS mótunum, á Haustmóti ÍSS, Bikarmóti ÍSS og Íslandsmeistarmóti ÍSS varð hún í 2. sæti.
Emilía er í landsliði Íslands og keppti á tveimur ISU-mótum (Alþjóða skautasambandið) á liðnu ári fyrir hönd Íslands og þar var hún fyrst íslenskra skautara til að lenda í verðlaunasæti. Emilía náði 3. sæti á ISU Mladost Trophy sem haldið var í Króatíu og viku seinna landaði hún 2. sæti á ISU Development Trophy sem var í Póllandi. Ennig náði hún 2. sæti á Volvo cup sem haldið var í Riga. Glæsilegur árangur hjá Emilíu Rós Ómarsdóttur.
Myndirnar af Eimlíu Rós á svellinu tók Ásgrímur Ágústsson, á Bikarmóti ÍSS í haust.