Karfan er tóm.
Stjórn Skautafélags Akureyrar hefur valið Emilíu Rós Ómarsdóttur og Andra Má Mikaelsson íþróttafólk félagsins fyrir árið 2016. Stjórn SA samþykkti nýverið að velja bæði íþróttakarl og íþróttakonu sem íþróttafólk félagsins í stað eins íþróttamanns eins og áður hefur tíðkast en þetta er í samræmi við nýjar reglur í vali ÍBA þar sem verður einnig valinn íþróttakarl og íþróttakona Akureyrar fyrir árið 2016. Emelía og Andri munu því bæði koma til greina við val á íþróttamanni Akureyrar fyrir árið 2016.
Emilía og Andri áttu bæði frábært ár árið 2016 og voru í kjölfarið bæði valin íþróttafólk sinna deilda hjá Skautafélaginu en einnig sinna sérsambanda og er þetta því þriðja viðurkenning þeirra fyrir árið 2016.
Emilía og Andri voru heiðruð af Skautafélaginu í gær þar sem formaður félagsins, Sigurður Sveinn Sigurðsson, veitti þeim verðlaunin ásamt farandsbikar og rós. Emilía Rós og Andri Már er glæsilegir fulltrúar og góðar fyrirmynd skautaíþróttarinnar og Skautafélag Akureyrar óskar þeim til hamingju með nafnbótina.
Emilía Rós Ómarsdóttir (mynd: Ásgrímur Ágústsson)
Andri Már Mikaelsson (mynd: Ásgrímur Ágústsson)