3 gullverðlaun og 3 silfurverðlaun hjá LSA á Vetrarmótinu

Listhlaupadeildin tók þátt í Vetrarmót Skautasambands Íslands síðastliðina helgi, sem var haldið í Egilshöll að þessu sinni. Stóðu keppendur okkar sig með stakri príði og voru nokkrir okkar keppenda að spreyta sig í nýjum keppnisflokkum. 

Keppni hófst á laugardeginum með flokknum Chicks þar sem LSA átti 4 keppendur af 13, hafnaði Sædís Heba Guðmundsdóttir í 1. sæti með 21.48 stig, fast á hæla hennar var Indíana Rós Ómarsdóttir í 2. sæti með 20.98 stig. Berglind Inga Benediktsdóttir landaði í 4. sæti með 18.61 stig, Sigurlaug Birna Sigurðardóttir hafnaði í 10. sæti, var hún að taka þátt í sínu fyrsta sambandsmóti og stóð sig frábærlega. Þær Berglind og Indíana settu jafnframt persónulegt stigamet. 

Því næst hófst keppni í flokknum Cubs þar sem við áttum 4 keppendur af 10. Þar landaði Katrín Sól Þórhallsdóttir 1. sæti með persónulega besta 29.26 stigum, Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir landaði 2. sæti með 25.38, Magdalena Sulova hafnaði í 4. sæti með 20,55 stig, Kristbjörg Magnadóttir hafnaði í 7. sæti. 
 
Strax á eftir var hófst keppni í skylduæfingum (short prógram) í Advanced Novice, áttum við 2 af 6 keppendum, Rebekka Rós Ómarsdóttir leiddi flokkinnn með 28.80 stig og í öðru sæti var Júlía Rós Viðarsdóttir með 24.05 stig og var hún jafnframt að taka þátt í þessum flokk í fyrsta sinn. Á sunnudeginum var keppni í frjálsu prógrami og héldu stelpurnar sínum sætum Rebekka Rós fékk saman lagt 75.03 stig og Júlía Rós 65.98 stig. 

Því næst hófst keppni í Junior, þar sem 4 af 9 voru frá LSA, eftir skylduæfingarnar var Emilía Rós Ómarsdóttir í 3. sæti með 34.83 stig, fast á hæla hennar í 4. sæti kom Marta María Jóhannsdóttir með 34.78 stig, Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir hafnaði í 6. sæti með 32.83 stig, í því 8. var Aldís Kara 31.47 stig. Seinni daginn kepptu þær með frjálsa prógraminu og breyttist sæta röðin þar, Marta María hafnaði í 4. sæti með samanlagt 93.11 stig, 5. sæti var Emilía Rós með 91.37 stig, 6. sæti hafnaði Aldís Kara með 90.51 stig, 8. sæti hafnaði Ásdís Arna með 83.87 stigi.  Þær Aldís Kara og Ásdís Arna voru að spreyta sig í fyrsta sinn í þessum keppnis flokki og stóðu sig vel. 

Seinni part laugardags var keppni í Basic Novice A þar áttum við 2 keppendur þær Evu Maríu Hjörleifsdóttir og Telmu Marý Arinbjarnardóttir 

Á sunnudag morgun hófst svo keppni með flokknum Basic Novice B og öttu þar kappi 2 stúlkur frá LSA þær Eva Björg Halldórsdóttir og Hugrún Anna Unnarsdóttir. 

Megum við vera stolt af þessu flottu keppendum okkar og óskum þeim til hamingju með glæsilegan árangur á Vetrarmótinu og jafnframt þeim árangri í vetur á Sambandsmótum.