Esja náði mikilvægum stigum af Víkingum í gærkvöld.

Úr leiknum í gærkvöld (mynd: Elvar Pálsson)
Úr leiknum í gærkvöld (mynd: Elvar Pálsson)

Esja sigraði Víkinga í Hertz deildinni í gærkvöld en lokatölur urðu 4-3 Esju í vil. Esja náði þar með gríðarlega mikilvægum stigum á leið sinni að úrslitakeppninni en þurfa nú aðeins tvö stig til viðbótar til þess að tryggja sér sætið. Liðin mætast aftur á Akureyri næsta laugardag en Esja getur með sigri náð Víkingum að stigum í deildinni.

Leikurinn var bráðfjörugur og vel spilaður af báðum liðum. Esja byrjaði leikinn betur en það voru Víkingar sem skoruðu fyrsta markið eftir 5 mínútna leik þegar Jón B. Gíslason speglaði skoti Björns Jakobssonar upp í markhornið. Skömmu síðar fengu Esjumenn refsidóm sem Víkingar nýttu og náðu tveggja marka forskoti þegar Jussi Sipponen þrumaði pekkinum í netið í yfirtölunni. Esjumenn gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn í skyndisókn síðar í lotunni þar sem Brynjar Bergmann fékk góða sendingu á fjærstöng og sendi pökkinn í netið.

Önnur lotann var ekki síður fjörug og SA Víkingar gerðu strax harða hríð að marki Esju en hitu stangir og slá en pökkurinn vildi ekki í netið. Það Svo Björn Sigurðarsson sem jafnaði metin fyrir Esju þegar hann sló niður skot Þórhalls Viðarssonar af bláu línunni. Skömmu síðar náðu Esjumenn mikilli pressu í sóknarsvæðinu og eftir gott spil skoraði Brynjar Bergmann og Esja komið með 3-2 forystu en þannig stóð fyrir síðustu lotuna.

Liðin komu gríðarlega einbeitt til leiks í þriðju lotunni og hraðinn hélst áfram mikill. SA Víkingar náðu snemma að leikinn með góðu marki frá Einari Valentine og bæði lið sóttu til sigurs í kjölfarið. Þegar um 8 mínútur lifðu leiks fékk Daniel Kolar pökkinn á bláu línunni og skaut lúmsku skoti niðri í markhornið eins og hann er þekktur fyrir og kom Esju í 4-3. SA Víkingar voru ekki af baki dottnir og sóttu mikinn síðustu mínútur leiksins en Esju vörninn og hinn ungi Max í marki Esju voru eins og klettur og sigldu heim sigri, lokatölur 4-3.

Liðin mætast aftur á Akureyri næsta laugardag, 6. febrúar kl 17.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Esja getur með sigri jafnað SA Víkinga að stigum í deildinni en Víkingar geta aftur á móti komið sér í lykilstöðu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni sigri þeir. Það eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildinni svo ekki láta þennan leik fram hjá þér fara.

Mörk og stoðsendingar SA Víkinga:

Jón B. Gíslason 1/1

Jussi Sipponen 1/0

Einar Valentine 1/0

Björn Már Jakobsson 0/1

Sigurður Reynisson 0/1

Andri Már Mikaelsson 0/1

Mario Mjelleli 0/1