Evrópumótið: Sigur í fyrsta leik

Íslendingar gerðu sér lítið fyrir og unnu Slóvaka í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu.

Íslendingar spiluðu leikinn mjög vel, byrjuðu vel og komu Slóvökunum ef til vill á óvart. Ísland komst í 5-0 en Slóvakar minnkuðu muninn í 5-3 og nokkur spenna varð í lokaumferðunum. Með góðum leik og dálítilli heppni náðu Íslendingar þó að halda sínu, skoruðu þrjú stig til viðbótar og unnu 8-3. Þetta er fyrsti sigur Íslendinga í leik á Evrópumóti.

Skorið í leiknum:

 Ísland 
1
1
1
2
   1
1
1
x
 8
 Slóvakía 
     1
2
   x 3

Liðsmenn eru að sjálfsögðu í sjöunda himnir, njóta vel dvalarinnar í Aberdeen og liðsandinn skilar þeim vel áleiðis. Liðið spilaði glimrandi vel í dag og átti sigurinn fyllilega skilið. Næsti leikur liðsins á morgun, sunnudag, og hefst kl. 12. Andstæðingarnir verða heldur sterkari á morgun en í dag, Erfiður leikur á morgun en liðsmenn eru tilbúnir í erfiðan slag og staðráðnir í að nýta meðbyrinn í dag til frekari afreka.

Nánar verður fjallað um leikinn á bloggsíðu Mammúta, www.mammothcurling.blogspot.com síðar í kvöld. Væntanlega munu liðsmenn njóta kvöldsins í kvöld með því að horfa á leik í kvennakeppninni í A-hópi.