Karfan er tóm.
Austurríkismenn náðu tökum á leiknum strax í upphafi þegar þeir skoruðu fjögur stig í annarri lotunni. Íslendingar áttu möguleika á að minnka muninn strax niður í 2 stig en náðu ekki nema einu stigi og gekk síðan erfiðlega að skora í næstu umferðum þrátt fyrir ágæta spilamennsku. Eftir sex umferðir var staðan orðin nokkuð dökk, 1-7, en þá skoruðu Íslendingar fjögur stig og komust aftur inn í leikinn. Sú von sem þá kviknaði hvarf því miður strax í áttundu umferðinni þegar Austurríkismenn skoruðu aftur fjögur stig. Úrslit leiksins 5-11.
Skorið í leiknum:
Ísland | | 1 | | 4 | x | 5 | |||||
Austurríki | 0 | 4 | 0 | 2 | 1 | 4 | x | 11 |
Næsti leikur Íslendinga er gegn Wales og hefst hann klukkan fjögur í dag. Liðið á nú eftir að leika þrjá leiki, gegn Wales, Lettlandi og Írlandi en þessi lið eru öll í efri hluta riðilsins þannig að róðurinn gæti orðið erfiður í dag og á morgun.