Karfan er tóm.
Fálkar hirtu öll stigin þegar þeir komu í heimsókn í Skautahöllina á Akureyri í gærkvöldi og mættu Jötnum. Úrslitin: Jötnar - Fálkar 2-3 (0-2, 2-1, 0-0).
Jötnar virtust kröftugri í byrjun, en marktilraunir þeirra strönduðu á markverði Fálka. Fyrsta mark leiksins kom eftir um 15 mínútna leik þegar Sölvi Atlason skoraði fyrir gestina. Innan við tveimur mínútum síðar bætti Baldur Líndal við öðru marki og Guðmundur Þorsteinsson jók forystuna í þrjú mörk um miðjan annan leikhluta.
Það var síðan ekki fyrr en á 30. mínútu leiksins sem Jötnar náðu að opna markareikninginn. Róbert Guðnason skoraði þá og minnkaði muninn í 1-3. Skömmu síðar minnkaði Elvar Jónsteinsson muninn í 2-3, en þar við sat. Hvorugu liðinu tókst að skora í þriðja leikhluta. Úrslitin: Jötnar - Fálkar 2-3 (0-2, 2-1, 0-0).
Mörk/stoðsendingar
Jötnar
Róbert Guðnason 1/0
Elvar Jónsteinsson 1/0
Helgi Gunnlaugsson 0/1
Refsimínútur: 6
Varin skot: 21
Fálkar
Sölvi Atlason 1/0
Baldur Líndal 1/0
Guðmundur Þorsteinsson
Viktor Svavarsson 0/1
Daníel Melstað 0/1
Kári Guðlaugsson 0/1
Refsimínútur: 4
Varin skot: 18
Næsti leikur Jötna verður þriðjudaginn 12. nóvember gegn SR í Laugardalnum.