Karfan er tóm.
Það verður opið fyrir almenning í Skautahöllinni laugardag og sunnudag kl. 13-16.
Sjoppan verður lokuð og engin vörusala og við mælumst til þess að fólk nýti sér rafrænar greiðslur í miðasölu.
Það verða fjöldatakmarkanir eins og ráðleggingar almannavarna gera ráð fyrir sem miðast við að ekki séu fleiri en 100 manns í húsinu á hverjum tíma. Við biðjum gesti okkar um helgina því um að sýna þolinmæði og virða ráðleggingar almannavarna varðandi mannamót og gæta sérstaklega vel að handþvotti og 2 metra reglunni. Starfsfólk hússins mun sjá um að telja inn og stýra fólki inn í almenningsrými þar sem farið er í og úr skautum. Við biðjumst einnig til þess að gestir noti spritt stöðvar við inngang við komu og noti svo spritt stöðina hjá leiguskautum áður en farið er út og strjúki yfir leiguskauta, grindur og hjálma eftir notkun með sprittinu og klút. Búið er að fjölga borðum en fækka stólum í veitingarýminu. Íshokkísvæðið verður einnig lokað af sömu ástæðu.