Fjölskyldudagur í Skautahöllinni

Það er skemmtilegt á skautum.
Það er skemmtilegt á skautum.


Frítt á skauta, kakó og kringlur í boði Íslandsbanka kl. 13-18 laugardaginn 10. mars. Allir velkomnir.

Laugardaginn 10. mars kl. 13-18 verður ókeypis aðgangur og skautaleiga í Skautahöllinni á Akureyri. Það er Íslandsbanki sem stendur fyrir þessum fjölskyldudegi og býður fólki á skauta.

Búast má við margmenni í Skautahöllinni og því mikilvægt að gestir sýni þolinmæði og tillitssemi. Skautar og hjálmar eru auðvitað ekki til í ótakmörkuðu magni í Skautahöllinni og því væri skynsamlegt fyrir fólk sem ætlar að mæta og á skauta og/eða hjálm að taka slíkt með sér.

Gestum gefst ekki eingöngu kostur á að komast á skauta og fá sér heitt kakó og kringlu því Sigga og María í Söngvaborg koma fram ásamt hinum sívinsæla Georg kl. 13.30 og 16.30.

Skömmu fyrir klukkan þrjú rýmum við svellið, heflum og bjóðum upp á listhlaupssýningu. Fjórir iðkendur úr Listhlaupsdeild Skautafélags Akureyrar mæta á svellið og sýna listir sínar. Að því loknu er svo svellið opnað aftur fyrir almenningi. Listhlaupssýningin tekur um 15 mínútur.

Skautafélagið og Íslandsbanki vonast eftir góðri mætingu í Skautahöllina þar sem öll fjölskyldan getur skemmt sér saman á skautum frá kl. 13.00-18.00.

Velkomin í Skautahöllina á Akureyri!