Karfan er tóm.
Nú í morgunsárið lögðu fjórir fírar úr SA í víking til keppni með U-20 ára landsliði Íslands á heimsmeistramótinu sem fram er í Jaca á Spáni. Liðið keppir í 2. deild B en í riðli með Íslandi eru Ástralía, Belgía, Króatía, Spánn og Serbía.
Leikmenn SA í liði Íslands:
Ingþór Árnason
Róbert Guðnason
Sigurður Freyr Þorsteinnson
Matthías Már Stefánsson
Sigurður Reynisson var upphaflega valinn í hópinn en varð að draga sig úr hópnum á síðustu stundu vegna meiðsla sem hafa hráð hann síðustu vikur en Matthías Már var næstur inn í liðið og fékk kallið. Hafþór Andri Sigrúnarson er einnig í hópnum en hann spilar um þessar mundir með U-18 ára liði IFK Ore í Elite deildinni í Svíþjóð og stendur sig vel en þess má geta að hann er markahæsti leikmaður liðsins það sem af er vetri.
Ísland lék í sömu deild í fyrra og enduðu í 5. -sæti en voru óheppnir að ná ekki betri árangri en liðið tapaði mjög naumlega fyrir liðnum sem enduðu ofar. Liðið í ár er ungt líkt og oft áður og það verður eflaust á brattann að sækja enda mjög sterkar þjóðir sem við mætum.
Við fylgjumst auðvitað spennt með mótinu og okkar mönnum en fyrsti leikur Íslands er gegn Spáni á laugardag en leikurinn hefst kl 19.30. Hægt er að fylgjast með dagskrá og tölfræði lýsingum af mótinu hér. Við setjum svo inn frétt á facebook síðuna okkar ef við finnum beinar útsendingar frá leikjunum og svo er vert að fylgjast með landsliðs fréttasíðu ÍHÍ en þar birtast oft skemmtilegar dagbækur fararstjóra þar sem farið er yfir gang mála.