Þá er haustmóti ÍSS sem haldið var af Skautafélagi Reykjavíkur um helgina lokið. Við áttum 5 keppendur í ÍSS hluta mótsins og svo áttum við 7 keppendur í félagalínu hluta mótsins.
Í gær hófst dagurinn okkar með keppni í chicks unisex, þar áttum við 2 keppendur þær Freyju Karen og Ólöfu Marý. Þær stóðu sig báðar vel, en ekki er raðað í sæti í þessum flokki. næst áttum við keppendur í basic novice þær Helgu Mey
sem sigraði flokkinn með 33.19 stig og Ronja Valgý sem hafnaði í 9.sæti með 19.76 stig. Í advanced novice áttum við einn keppanda hana Ylfu Rún sem var á sínu fyrsta móti í nýjum flokki. Hún skautaði sig í
sæti eftir stutta prógrammið með 27 stig. Í dag keppti hún svo aftur og þá með frjálsa prógrammið. Það gekk mjög vel hjá henni og hélt hún líka
sætinu í frjálsa með 47.01 stig. Hún endaði því í
sæti samanlagt með 74.01 stig.
Í félagalínu hluta mótsins kepptu stelpurnar í 12 ára og yngri í gær. Freyja Ingibjörg hafnaði í
stæti, Kristbjörg Heiða hafnaði í 5. sæti og Unnur Erna hafnaði í 6.sæti.
Í dag kepptu stelpurnar í 14 ára og yngri þar kepptu þær Bebba Margrét hafnaði 5. sæti og Alexandra Nótt hafnaði í 9.sæti.
Við áttum einnig keppanda í 15.ára og eldri hana Kristínu Sigríði, hún hafnaði í 4.sæti. Í flokknum 25 ára og eldri áttum við einn keppanda hana Varvöru. Hún sigraði flokkinn í
sæti.
Það má því með sanni segja að stelpurnar okkar hafi staðið sig gríðarlega vel um helgina og óskum við þeim innilega til hamingju. Við óskum þjálfurunum okkar þeim Jönu, Varvöru og Telmu Marý til hamingju með helgina og þökkum þeim fyrir helgina.