Karfan er tóm.
Undankeppnin verður deildarkeppni og fjögur efstu lið fara í úrslitakeppni.
Íslandsmótið í krullu verður haldið í skautahöllinni í febrúar og mars n.k. Fyrirkomulagið verður þannig að fyrst leika allir við alla í undankeppni og sigurvegarar í því móti verða krýndir deildarmeistarar. Fjögur efstu lið úr undankeppninni leika síðan eina umferð allir við alla þar sem sigurvegarar úr þeim viðureignum verða Íslandsmeistarar. Úrslitakeppnin sjálf fer væntanlega fram 14. mars. Liðsstjórar eru beðnir að senda þátttökutilkynningu til Gísla Kristinssonar á netfangið gisli@arkitektur.is Síðasti skráningardagur er 31. janúar. Nánari upplýsingar síðar.