Karfan er tóm.
Listhlaupsstelpurnar okkar halda áfram að gera það gott erlendis. Þær luku vel heppnaðri viku í æfingabúðum
Alþjóða skautasambandsins í Póllandi með frábærum árangri á World Developement Trophy.
Eftir flottan árangur á Mladost Trophy í Zagreb í Króatíu um liðna helgi héldu þær Elísabet Ingibjörg
Sævarsdóttir, Emilía Rós Ómarsdóttir, Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir og Sara Júlía Baldvinsdóttir ásamt Ivetu
Reitmayerovu, þjálfara sínum, til Póllands þar sem þær tóku þátt í æfingabúðum, World Developement Camp,
á vegum ISU, Alþjóða skautasambandsins. Vikunni í Póllandi lauk síðan með keppni í dag, World Developement Trophy, þar sem stelpurnar
náðu frábærum árangri, tvær hlutu silfurverðlaun og tvær enduðu í fjórða sæti.
Emilía Rós Ómarsdóttir varð í 2. sæti í Basic Novice A með 32,78 stig og vann þar með til sinna annarra verðlauna á
listhlaupsmótum erlendis á einni viku.
Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir varð í 2. sæti í Basic Novice B með 36,66 stig og Sara Júlía Baldvinsdóttir varð
fjórða í sama flokki með 33,75 stig.
Hrafnhlidur Ósk Birgisdóttir keppir í Junior flokki og náði fjórða sætinu með 59,89 stig.
Þeim gekk almennt mjög vel í æfingabúðunum og hafa fengið mikið hrós frá fulltrúum Alþjóða skautasambandsins sem
þar eru. Segja má að stelpurnar okkar hafi komið flestum þar mest á óvart og staðið sig betur en umheimurinn átti von á frá litla
Íslandi.
Heimasíða mótsins
Úrslitasíða mótsins
Myndbönd frá mótinu eru komin á Youtube:
Elísabet Ingibjörg
Emilía
Rós
Hrafnhildur Ósk
Sara Júlía