Karfan er tóm.
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann það belgíska í framlengdum leik í dag, 2-1. Með sigrinum tóku
stelpurnar fjórða sætið af Belgum.
Katrín Ryan skoraði fyrsta mark leiksins alveg í lokin á fyrsta leikhluta með stoðsendingu frá Birnu Baldursdóttur. Annar leikhluti var markalaus, en
þær belgísku jöfnuðu leikinn þegar um ellefu mínútur voru eftir. Þannig var staðan þegar þriðja leikhluta lauk og
því var framlengt. Eftir aðeins um eina og hálfa mínútu í framlengingunni skoraði Anna Sonja Ágústsdóttir gullmarkið með
stoðsendingu frá Hrund Thorlacius.
Tölurnar benda til þess að leikurinn hafi verið hnífjafn í dag, nánast jafnmörg skot á mark beggja liðanna og refsimínútur
álíka margar.
Stelpurnar áttu frábæran leik í dag og náðu fjórða sætinu með þessum tveimur stigum í dag. Þær enduðu
með 5 stig, eins og Belgar, en raðast ofar, væntanlega vegna þessa sigurs í framlengingunni í viðureign þessara liða í dag.
Mörk/stoðsendingar
Katrín Ryan 1/0
Anna Sonja Ágústsdóttir 1/0
Birna Baldursdóttir 0/1
Hrund Thorlacius 0/1
Refsingar: 10 mínútur
Varin skot: 24
Leikskýrslan og úrslit
og staðan á vef mótshaldara.