Frábær skemmtun - sjáumst að ári!


Hér er síðbúinn fréttapistill frá Minningarmóti Gæja Jónasar sem haldið var laugardaginn 9. mars. Frábærlega vel heppnað mót og mikil ánægja með þetta framtak og skipulagningu mótsins. „Mótið var mjög jafnt, mörg jafntefli eða eins marks sigrar. Hvaða lið sem var gat unnið mótið. Það var meiriháttar að fá svona margar konur saman fyrir þessa hokkíhelgi,“ segir Sarah Smiley.

Alls voru þátttakendur um 60 og var þeim skipt í fimm lið. Leitast var við að skipta leikmönnum niður í sem jöfnust lið, tvær línur í hverju liði þar sem lína 1 var skipuð að mestu landsliðskonum og margreyndum leikmönnum, en lína 2 var skipuð þeim reynsluminni. Skipt var um línur á um einnar og hálfrar mínútu fresti og þannig fengu allir þátttakendur að spila gegn leikmönnum af svipuðum styrk og með svipaða reynslu. Vel virðist hafa tekist til að skipta í liðin því leikirnir urðu allir jafnir, skemmtilegir og spennandi - og reyndar var mótið í heild og allt í kringum það einfaldlega frábærlega skemmtilegt.

Hlökkum til að halda mótið næsta vetur!
Sarah Smiley var að vonum ánægð að loknu vel heppnuðu móti: „Ég held að allar hafi verið mjög ánægðar með mótið. Við gerðum 60 konum kleift að spila fjóra harða keppnisleiki um helgina. Mótið var mjög jafnt, mörg jafntefli eða eins marks sigrar. Hvaða lið sem var gat unnið mótið. Það var meiriháttar að fá svona margar konur saman fyrir þessa hokkíhelgi. Stelpurnar gerðu þetta að frábærri skemmtun, klæddu sig í búninga, gáfu liðunum skemmtileg nöfn og voru frumlegar í fagnaðarlátunum á svellinu. Við vorum með lokahóf í Pakkhúsinu á laugardagskvöldið þar sem öllum leikmönnum frá öllum félögunum gafst gott tækifæri til að verja tíma saman og kynnast hver annarri. Við hlökkum til þess að halda þetta minningarmót um Gæja Jónasar næsta vetur!“

Lokastaða
1. Team Rambó (fjólubláar) - 6 stig
2. Rauðu skessurnar (rauðar) - 4 stig
3. Mjallhvít og dvergarnir (hvítar) - 4 stig
4. Grænu froskarnir (grænar) - 3 stig
5. Gulu hænurnar (gular) - 3 stig

Sjá má leikmannalista liðanna í pdf-skjali hér.

http://www.sasport.is/static/files/af-gamla/Hokkideild/2012_2013/PDF/kvenna_mot_2013.pdf

Mikilvægustu leikmennirnir
Valinn var mikilvægasti leikmaður hvers liðs (MVP) og fengu eftirtaldar þá nafnbót:
Team Rambó (fjólubláar) - Birna Baldursdóttir (SA Ásynjur)
Rauðu skessurnar (rauðar) - Harpa Dögg Kjartansdóttir (SR)
Mjallhvít og dvergarnir (hvítar) - Elise Marie Väljaots (SA ynjur)
Grænu froskarnir (grænar) - Elísabet Inga Ásgrímsdóttir (SA Valkyrjur)
Gulu hænurnar (gular) - Anna Birna Guðlaugsdóttir (Björninn)

Sérstök verðlaun
Harpa Dögg Kjartansdóttir (Rauðu skessurnar) – mesta baráttan
Sunna Björgvinsdóttir – (Gulu hænurnar) – bestu tilþrifin (skoraði fallegt mark úr víti)
Hulda Sigurðardóttir – Besta „Comeback“ mótsins
Margrét Ólafsdóttir – Hefðarfrú mótsins

Úrslit leikja
Grænar - Gular           4-1
Fjólubláar - Rauðar    1-0
Hvítar - Grænar          1-0
Gular - Fjólubláar       0-0
Rauðar - Hvítar          1-0
Grænar - Fjólubláar   3-3
Rauðar - Gular           1-2
Hvítar - Fjólubláar      1-2
Grænar - Rauðar        0-3
Hvítar - Gular             4-1

Mörk/stoðsendingar
Það kemur reyndar engum á óvart að markadrottning mótsins er Sarah Smiley. Hún skoraði fjögur mörk og átti tvær stoðsendingar fyrir Græna liðið.

Team Rambo (fjólubláar)
Anna Sonja Ágústsdóttir 2/0
Margrét Mazmanian Róbertsdóttir 1/1
Birna Baldursdóttir 1/0
Lísa Lind Ólafsdóttir 1/0
Sóley Jóhannesdóttir 1/0
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 0/1
Hrönn Kristjánsdóttir 0/2

Rauðu skessurnar (rauðar)
Harpa Dögg Kjartansdóttir 2/1
Hjördís Albertsdóttir 2/0
Katrín Ryan 1/0
Diljá Sif Björgvinsdóttir 0/1
Jóhanna Bárðardóttir 0/1
Kolbrún Sigurlásdóttir 0/1

Mjallhvít og dvergarnir (hvítar)
Elise Marie Väljeots 3/0
Silvía Rán Björgvinsdóttir 2/0
Snædís Mjöll Kristjánsdóttir 1/0
Kristín Ingadóttir 0/1
Elva Hjálmarsdóttir 0/1
Guðmunda Stefánsdóttir 0/1

Grænu froskarnir (grænar)
Sarah Smiley 4/2
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 1/1
Ingibjörg Hjartardóttir 1/1
Hrund Thorlacius 1/1

Gulu hænurnar (gular)
Sunna Björgvinsdóttir 2/0
Elísabet Kristjánsdóttir 2/0
Solveig Gærdbo Smáradóttir 1/0
Guðrún Blöndal 0/1
Heiðdís Smáradóttir 0/1

Gleði og samstaða
Svona mót gengur upp og tekst vel með samstilltri vinnu margra, en væntanlega er á engan hallað þó Sarah Smiley sé sérstaklega nefnd sem prímusmótor og heilinn á bakvið það að mótið skyldi heppnast svona frábærlega vel eins og það gerði. Það hafa áður verið haldin kvennamót, en stundum með dræmri þátttöku leikmanna að sunnan. Að þessu sinni var þátttakan frábær, bæði hjá heimakonum og gestum, og má meðal annars þakka það að úrslitaleikur Íslandsmótsins fór fram á föstudagskvöld og því hægt að nýta sömu ferðina í leikinn og svo mótið.

Mikil gleði og samstaða einkenndi mótið, allir leikmenn fengu mikið að spila og nutu þess í botn.

Við eigum von á myndum frá mótinu fljótlega og munu þá setja þær í myndaalbúm hér á vefnum.