Karfan er tóm.
Frábær byrjun hjá Dönsku stelpunum, en þær eru búnar að vinna þrjá fyrstu leiki sína á mótinu. Eins og áður sagði þá unnu þær fyrsta leikinn á móti Noregi nokkuð auðveldlega eða 10 - 2.
Í næsta leik sem var á móti Sviss voru stelpurnar undir 7 - 2 eftir fjórar umferðir en náðu að vinna næstu umferðir með 2 - 1 - og 1 og minnka muninn í 7 - 6. Sviss skoraði 1 næstu umferð og staðan 8 - 6 fyrir næst síðustu umferð. Stelpurnar náðu að skora 2 og jafna fyrir síðustu umferð og stálu svo 1 í lokaumferðinni og sigruðu leikinn 9 - 8.
Þriðji leikurinn var á móti Þýskalandi og var hann í járnum fram á síðasta stein. Dönsku stelpurnar voru komnar í 5 - 1 eftir fjórar umferðir en þær þýsku náðu að jafna leikinn í níundu umferð í 6 - 6. Þær dönsku tóku síðan 1 í síðustu umferð og sigruðu leikinn 7 - 6. Það verður gaman að fylgjast með stelpunum í mótinu og þessi frábæra byrjun lofar góðu með framhaldið, en eins og við vitum þá getur allt skeð í krullu. Næsti leikur er á móti erkifjendunum Svíum og verður það án efa hörkuleikur.
Linkur á úrslit í mótinu HÉR