Karfan er tóm.
Þessa helgi stendur yfir Bikarmót Skautasambands Íslands í Laugardalnum þar sem Listhlaupadeild SA á 16 keppendur að þessu sinni. Nú þegar fyrri keppnisdegi er lokið hafa unnist tvö gullverðlaun, tvö silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Allar LSA stúlkurnar stóðu sig frábærlega í dag eins og venja hefur verið.
Í flokki Chicks sem hóf keppni fyrst í morgunsárið átti LSA þrjá keppendur, sem stóðu sig með stakri príði, þar sem Indíana Rós Ómarsdóttir landaði í 1. sæti með 18,66 stig, fast á hæla henni kom Sædís Heba Guðmundsdóttir í 2. sæti með 17,19 stig, og í því 3. var það Berglind Inga Benediktsdóttir með 16,37 stig.
Þar á eftir hófst keppni í Cubs þar sem við áttum fjóra keppendur, Katrín Sól Þórhallsdóttir hafnaði í 1. sæti með 24.74, fast á eftir henni kom Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir í 2. sæti með 23,76 stig, Magdalena Sulova í 5. sæti með 16,79 og Kristbjörg Magnadóttir í 7. sæti með 15,83 stig.
Því næst hófst keppni í Basic Novice A flokki þar sem við áttum þrjá skautara, þar hafnaði Júlía Rós Viðarsdóttir í 3. sæti með 29,86, Kolfinna Ýr Birgisdóttir í 10. sæti með 19,31 og Eva María Hjörleifsdóttir í 11. sæti með 18,88 stig.
Eftir verðlaunaafhendingu þessara flokka hófst fyrri keppnisdagur hjá Advanced Novice og Junior stúlkunum þar áttum við þrjá keppendur í Advanced Novice og einn í Junior flokk.
Eftir daginn í dag í Advanced Novice er Rebekka Rós Ómarsdóttir í 2. sæti með 26,87 stig, Aldís Kara Bergsveinsdóttir í 3. sæti með 25,57 og því næst Ásdís Arna Fen Bergsveinsdóttir í 5.sæti með 24,60 stig. Marta María Jóhannsdóttir var að keppa í fyrsta sinn í Junior flokki þar sem hún leiðri þann flokk eftir daginn í dag með 33,95 stig.
Óskum við öllum okkar flottu skauturum innilega til hamingju með daginn og óskum þeim sem keppa á morgun góðs gengis.