Fyrsta umferð Marjomótsins.

Fyrsta umferðin í Maríómótinu var leikin í kvöld. Þrjú lið náðu 8 stigum og þrjú eru með 4 stig.

Garpar og Svartagengið spiluðu á braut 2. Svartagengið malbikaði Garpa með því að vinna stigin í fjórum fyrstu umferðunum. Fimmta umferðin var dauð en Garpar náðu að vinna síðustu umferð og ná í fjögur stig. Svartagengið fékk því 8. stig en Garpar 4. stig.

Mammútar og Skyttur spiluðu á braut 3. Skyttur tóku stigin í tveimur fyrstu umferðum en Mammútar náðu tveimur í þriðju umferð. Fjórða umferðin var dauð og Skyttur náðu því fjórum stigum með því að vinna fimmtu umferðina. Lokaumferðin var dauð þar sem Mammútar náðu einungis að setja einn stein  en þurftu tvo til að vinna umferðina og þurfti því vítaskot til að útkljá lotuna. Haraldur tók skot Mammúta og renndi sínum steini 11 cm frá miðju en Jón Hansen náði ekki innar en það og því unnu Mammútar síðustu lotuna og fengu tvö stig. Niðurstaðan Skyttur 8. stig Mammútar 4. stig 

Víkingar og Fífur spiluða á braut 4. Fífur unnu fyrstu umferð en umferð tvö var dauð. Víkingar náðu 4 stigum í þriðju umferð og sú fjórða var dauð. Víkingar náðu aftur 4 stigum í fimmtu umferð en Fífur náðu 2 stigum í síðustu umferðinni. Víkingar unnu sér inn 8 stig en Fífur 4 stig.

Skyttur, Svartagengi og Víkingar eru með 8 stig og Fífur, Garpar og Mammútar eru með 4 stig eftir fyrstu umferð.