Karfan er tóm.
Laugardaginn 17 sept. munu meistararnir í S.A. leika sinn fyrsta leik á leiktíðinni 2005-2006. Við stórliðið í Grafarvogi...Björninn! já ég segji það aftur, að þora eða skora!!! Leikurinn hefst kl 16:00 og er miðaverð 500 kr. Björninn teflir fram sama liði og í fyrra, fyrir utan einum sænskum leikmanni sem er talinn geta tröllriðið íslensku deildinni einn og óstuddur. En það mun ekki stoppa meistaranna. Þrátt fyrir brotthvarf nokkura leikmanna úr liði S.A. eru þó ungir og efnilegir leikmenn sem munu fylla í skarð þeirra sem fóru. Stemningin er góð fyrir átök helgarinnar og eru skilaboð þjálfarans skýr, SIGUR!!! Við hvetjum fólk til að mæta í Egilshöllina og horfa á leikinn. Seinna um kvöldið í Laugardalnum eigast við S.R. og Narfi kl 20:00. Allir að mæta og styðja sitt lið. ÁFRAM S.A.!