Karfan er tóm.
SA Víkingar hefja leik í Hertz-deildinni á laugardag þega liðið tekur á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri kl. 19:45. Deildarmeistaralið SA Víkinga frá síðasta tímabili er lítið breytt en nýr þjálfari - Rúnar Freyr Rúnarsson sem flestir kannast við en sem einn skænuhætasta leikmann síðustu áratuga í íslensku íshokkí. Rúnar var aðstoðarþjálfari liðsins með Sami á síðasta ári en tekur nú við sem aðalþjálfari.
Lið SA Víkinga yngist nú en frekar í byrjun nýs tímabils en þeir Ingvar Þór Jónsson og Björn Már Jakobsson hafa báðir lagt skautanna í geymsluna hið minnsta. Meðalaldur liðsins hefur því hrapað nánast um 10 ár á síðustu tveimur árum og meðalaldurinn komin undir tvítugt. Hraðinn í liðinu hefur þó sjaldan verið meiri og verður spennandi að sjá hvernig liðið kemur úr startholunum í ár. Leikurinn á laugardag hefst sem fyrr segir kl. 19:45 og er aðgangseyrir litlar 1000 kr. Fjöldatakmarkanir eru á leikinn og gildir fyrstir koma fyrstir fá.