17.09.2007
Um helgina voru haldnar fyrstu æfingabúðir landsliðshópa 1 og 2 í listhlaupi á skautum. Anne Schelter sporasérfræðingur sá um ístíma og Sesselja Jarvela íþróttakennari og fimleikaþjálfari sá um afískennslu, einnig fengu þær ýmsa fyrirlestra. Hópurinn stóð sig vel í alla staði og hafði Anne Schelter meðal annars orð á því hversu góður og duglegur hópur þetta væri. Næstu æfingabúðir verða í desember og kemur þá Virpi Horttanan til að sjá um þjálfun á ís.