Gimli Cup: 1. umferð

Garpar eru garpar.
Garpar eru garpar.


Tólfta Gimli Cup mótið hófst í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. Sex lið taka þátt. Mammútar, Garpar og Urtur unnu leiki kvöldsins.

Úrslit 1. umferðar:
Mammútar - Fífurnar  10-1
Garpar - Ice Hunt  12-3 
Skytturnar - Urtur  5-9

Leikjadagskrá og úrslit (excel-skjal)

Önnur umferð fer fram mánudagskvöldið 5. nóvember:
Braut 2: Urtur - Ice Hunt (frestað til miðvd. 7. eða 14. nóvember)
Braut 3: Skytturnar - Mammútar
Braut 4: Fífurnar - Garpar

Til athugunar
Hér er örlítið sem vert er að krullufólk kíki á og velti fyrir sér. Eins og um var rætt í frétt fyrir mótið (og oft áður) er mikilvægt að allir leikmenn geri sitt til að hver leikur gangi hratt og eðlilega fyrir sig. Gott er að miða við að hver umferð verði að hámarki 15 mínútur, alls ekki meira, en að sjálfsögðu eru oft þær aðstæður til staðar að umferð klárist á minni tíma en korteri. Til gamans skráði fréttaritari niður í kvöld hvenær leikirnir hófust og svo hvenær hver umferð upp frá því hefði átt að hefjast í síðasta lagi miðað við 15 mínútna hámark (dálkur lengst til hægri) - og hvenær nokkrar umferðir í leikjunum þremur hófust.

 Umferð     Braut 2     Braut 3     Braut 4    Síðustu
forvöð
að byrja   
1.       20:52
2.       21:07
3.       21:22
4. 21:38 21:44 21:40  21:37
5. 21:52 22:00 21:57 21:52
6. 22:07 22:16 22:11 22:07
7. --- --- 22:26 22:22
8. --- --- 22:42 22:37